Fótbolti

Barcelona í hvítum búningum í fyrsta sinn síðan 1979

Siggeir Ævarsson skrifar
Hvítu búningarnir hafa vakið nokkra athygli
Hvítu búningarnir hafa vakið nokkra athygli Facebook Barcelona FC

Útivallabúningur Barcelona verður hvítur á komandi tímabili, en þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem félagið leikur í hvítum búningum, lit sem flestir tengja við erkifjendurna í Real Madrid.

Stjórnendur Barcelona segja að með því að endurvekja hvítu treyjurnar frá 8. áratugnum vilji þeir heiðra minningu Johan Cruyff, sem lék ófáa leiki með liðinu í hvítri treyju. Þá sé blái og rauði liturinn ekki langt undan sem og merki Barcelona, svo að enginn ætti að taka feil á þeim og búningum Real Madrid.

Cruyff lék með Barcelona á árunum 1973-1978 og var lykilmaður þess þegar liðið vann sinn fyrsta deildartitil í 14 ár. Hann er goðsögn í sögu félagsins og vel að því kominn að búningur þess sé innblásinn af þeim tíma sem hann lék með liðinu.

Svo er líka möguleiki að félagið hafi ákveðið að búa til búning sem er gjörólíkur hinum hefðbunda búning liðsins til þess að selja fleiri treyjur, enda Barcelona í töluverðum fjárhagskröggum um þessar mundir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×