Fótbolti

Sjáðu mörkin og mis­tök Antons Ara í tapi gegn FCK í Meistara­deildinni

Aron Guðmundsson skrifar
Úr leik gærkvöldsins, Jordan Larsson bjargar á línu fyrir FCK
Úr leik gærkvöldsins, Jordan Larsson bjargar á línu fyrir FCK Vísir/Hulda Margrét

Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar gerðu í gær góða ferð á Kópavogsvöll og unnu þeir tveggja marka sigur á heimamönnum í Breiðabliki er liðin mættust í fyrri leik sínum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Eftir gríðarlega spennu í aðdraganda leiksins og mikla eftirvæntingu hjá stuðningsmönnum Breiðabliks hófst hann þó með vonbrigðum þegar liðið var lent marki undir á fyrstu mínútu leiksins.

Þar kom hár bolti inn fyrir vörnina og Anton Ari, markvörður Breiðabliks, hikaði við að hlaupa út á móti honum. Hann komst of seint út úr marki sínu og skaut boltanum í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti eftir honum. Larson átti svo eftir að leggja upp seinna mark gestanna.

„Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið,“ sagði Anton Ari í viðtali eftir leik. 

Liðin mætast öðru sinni á Parken í Kaupmannahöfn eftir slétta viku og þarf Breiðablik þar að vinna upp tveggja marka sigur FC Kaupmannahafnar.

Leikur gærkvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér fyrir neðan er hægt að sjá mörk leiksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×