Fótbolti

Árni og félagar nældu í jafntefli á elleftu stundu

Siggeir Ævarsson skrifar
Árni Vilhjálmsson sat á bekknum í dag og fylgdist með félögum sínum tapa niður 1-0 forystu
Árni Vilhjálmsson sat á bekknum í dag og fylgdist með félögum sínum tapa niður 1-0 forystu Facebook Zalgiris

Árni Vilhjálmsson og félagar í FK Zalgiris eru nokkurn veginn á byrjunarreit í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn Tyrklandsmeisturum Galatasary en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma.

Fyrirfram reiknuðu flestir með að gestirnir myndu ekki eiga í miklum erfiðleikum með Zalgiris, en lið frá Litáen hafa hingað til ekki riðið sérlega feitum hesti frá Meistaradeildinni. Nígeríska markamaskínan Mathias Oyewusi kom heimamönnum yfir í upphafi seinni hálfleiks en slæmur tveggja mínútna kafli frá 75. mínútu þýddi að gestinir voru komnir með tögl og haldir í leiknum, staðan 1-2.

Leikmenn Zalgiris neituðu þó að gefast upp og jöfnuðu leikinn á 91. mínútu. Þar var að verki Donatas Kazlauskas, sem uppskar sitt annað gula spjald að launum fyrir fagnaðarlætin og verður því fjarri góðu gamni í seinni leik liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×