Enski boltinn

Tre­vor Francis látinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Trevor Francis varð tvívegis Evrópumeistari með stórbrotnu liði Nottingham Forest.
Trevor Francis varð tvívegis Evrópumeistari með stórbrotnu liði Nottingham Forest. Nottingham Forest

Enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Trevor Francis er látinn. Hann var á sínum tíma fyrsti leikmaður Bretlandseyja sem keyptur var fyrir eina milljón punda. Hann var aðeins 69 ára gamall.

Hinn 69 ára gamli Francis lést á Spáni eftir að hafa fengið hjartaáfall. Árið 1979 keypti Nottingham Forest Francis frá Birmingham City á eina milljón punda. Varð hann þar með fyrsti milljón punda leikmaður Bretlandseyja.

Með Forest varð Francis tvívegis Evrópumeistari, 1979 og 1980. Í úrslitaleiknum 1979 mættust Forest og þar sem hann skoraði sigurmarkið gegn Malmö. Þá lék hann 52 leiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim 12 mörk.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Francis segir að andlátið hafi borið óvænt að og þeim sé öllum mjög brugðið vegna þessa.

„Hann var goðsagnakenndur knattspyrnumaður en að sama skapi einstaklega góð manneskja,“ segir jafnframt í yfirlýsingu fjölskyldunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×