Erlent

Minnst 35 látin eftir gríðar­mikil flóð í Suður-Kóreu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Meira en 6,400 íbúar Cheongiu hafa rýmt heimili sín vegna flóðanna.
Meira en 6,400 íbúar Cheongiu hafa rýmt heimili sín vegna flóðanna. EPA

Að minnsta kosti 35 manns hafa látið lífið og meira en tíu er enn saknað vegna flóða í Suður-kóresku borginni Cheongiu í gær. 

Miklar björgunaraðgerðir eru í gangi í Cheongiu eftir úrhelli í gær sem olli gríðarmiklum flóðum í borginni. í frétt BBC segir að nær 300 millimetrar af regni hafi fallið í Suður-Kóreu í gær. Til samanburðar falla 1,000 til 1,800 millimetrar í landinu á einu ári.

Viðbragðsaðilar í Suður-Kóreu vinna nú að því að bjarga fólki úr undirgöngum í borginni en talið er að fimmtán bifreiðar séu enn fastar inni í göngunum. Sagt er að úrhellið hafi brostið svo fljótt á að flætt hafi inn í göngin áður en ökumönnum tókst að yfirgefa þau. 

Ekki er vitað hve margra er saknað inni í undirgöngunum. Þegar hafa níu lík fundist í björgunaraðgerðum við göngin. 

Meira en 6,400 íbúar Cheongiu hafa rýmt heimili sín vegna flóðanna, sem valdið hafa bæði skriðuföllum og rafmagnsleysi víðs vegar um landið.

Þá segir að nær 300 millimetrar af regni hafi fallið í Suður-Kóreu í gær. Til samanburðar falla 1,000 til 1,800 millimetrar í landinu á einu ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×