Innlent

Yfir þrjú hundruð Venesúela­búar kæra synjun um al­þjóð­lega vernd

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tölfræði verndarsviðs Útlendingastofnunar frá fyrri hluta árs liggur fyrir.
Tölfræði verndarsviðs Útlendingastofnunar frá fyrri hluta árs liggur fyrir. Vísir/Vilhelm

Útlendingastofnun synjaði yfir 360 hælisleitendum frá Venesúela um vernd á fyrri hluta árs. Meira en 330 þeirra hafa kært niðurstöðuna til kærunefndar útlendingamála. 

Samkvæmt tölfræði verndarsviðs Útlendingastofnunar hefur 2481 flóttamaður sótt um vernd á Íslandi á fyrri hluta árs. Þar af 1147 manns frá Venesúela. Tuttugu og sjö Venesúelabúum var veitt vernd en 362 var synjað. Þá hafa 333 þeirra kært niðurstöðuna til kærunefndar útlendingamála, í alls 257 málum. 

Á vef RÚV segir að ekki liggur fyrir hvenær kærunefndin úrskurðar í þeim málum. Hún fundi ekki aftur fyrr en í ágúst.

Fjöldi umsókna um vernd á fyrri hluta árs eftir ríkisfangi. Útlendingastofnun

Nær 800 Venesúelabúar hlutu vernd á Íslandi árið 2022. Í apríl þessa árs ákvað Útlendingastofnun að flóttamenn frá Venesúela ættu ekki lengur rétt á sjálfkrafa viðbótarvernd vegna breyttra aðsæðna í landinu. 

Afgreiddar umsóknir um vernd á fyrri hluta árs voru 1771. Þar af voru 244 veitt vernd og 760 synjað. 


Tengdar fréttir

Með veika móður og ein­hverfa dóttur en fær ekki hæli

Umsókn venesúelskrar konu og einhverfrar dóttur hennar um hæli hér á landi var nýlega hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu mun verra en fólk hér á landi átti sig á. Lágmarksmánaðarlaun þar samsvara fjórum íslenskum krónum í tímakaup.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×