Innlent

Annasamt hjá björgunarsveitum í Þórsmörk

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Björgunarfólk kom manni sem hafði slasast við Merkurrana í börur.
Björgunarfólk kom manni sem hafði slasast við Merkurrana í börur. Landsbjörg

Björgunarsveitir sinna verkefnum víðar en á gosstöðvum. Í gær voru björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu kallaðar inn í Þórsmörk vegna einstaklings sem hafði slasast á gönguleið við Merkurrana og Valahnúk.

Í tilkynningu Landsbjargar segir að á leið í það útkall hafi borist tvö önnur, annars vegar um fastan bíl í Krossá, og hins vegar um örmagna göngufólk við Réttarnef.

„Björgunarfólk gekk upp að þeim sem hafði slasast við Merkurrana, verkjastillti og kom í börur. Viðkomandi var svo fluttur niður og í bíl björgunarsveitar sem flutti hann til móts við sjúkrabíl.“

Auk þess losaði björgunarfólk bílinn sem hafði fest sig í Krossá, sem gekk þrautalaust fyrir sig.

„Á meðan fór skálavörður Ferðafélagsins, sem jafnframt er félagi í björgunarsveit og sótti hið örmagna göngufólk og ók að bíl þeirra,“ segir í tilkynningu að lokum.

Meðfylgjandi myndir eru frá aðgerðum.

Frá aðgerðum í Krossá.Landsbjörg
Algengt er að bílar, sem ekki eru með drif á öllum dekkjum, festist í ánni.Landsbjörg
Frá aðgerðum.Landsbjörg


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×