Innlent

Ferð­manna­straumurinn í júní sam­bæri­legur við me­t­árið 2018

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ferðamannastraumurinn frá landinu í júní var sambærilegur við júní metárið 2018.
Ferðamannastraumurinn frá landinu í júní var sambærilegur við júní metárið 2018. Vísir/Vilhelm

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurvöll voru um 233 þúsund í júní síðastliðnum en um er að ræða álíka margar brottfarir og í júní 2018, sem var metár.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Ferðamálstofu.

Ein af hverjum fimm brottförum var vegna Bandaríkjamanna. 

Brottfarir Íslendinga um Keflavíkurvöll voru 55 þúsund, eða um 77 prósent af því sem var árið 2018.

„Flestar brottfarir í júní, um 101 þúsund talsins, voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna (43,3% af heild) en Bandaríkjamenn hafa verið stærsta þjóðernið í júnímánuði frá árinu 2011. Brottfarir Þjóðverja voru í öðru sæti, tæplega 18 þúsund talsins eða 7,6% af heild,“ segir í tilkynningunni.

Brottfarir Pólverja voru í þriðja sæti og Breta í fjórða. Þar á eftir fylgdu Frakkar, Hollendingar, Spánverjar, Kanadamenn, Ítalir og Svíar.

Frá áramótum hafa 953 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurvöll sem er 51 prósent aukning frá sama tíma í fyrra. Fjöldinn frá áramótum er um 90,7 prósent af fjöldanum sama tímabil árið 2018.

„Brottfarir Íslendinga voru um 55.300 í júní eða 16,1% færri en þær mældust í sama mánuði í fyrra (2022). Mest hafa brottfarir Íslendinga mæst 71.200 í júnímánuði árið 2018. Frá áramótum (jan-júní ) hafa brottfarir Íslendinga mælst um 293 þúsund eða 90,8% af því sem þær mældust á sama tímabili árið 2018 þegar mest var.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×