Fótbolti

Karó­lína Lea á láni til Le­verku­sen

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur verið hjá Bayern München síðan 2021.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur verið hjá Bayern München síðan 2021. Daniel Kopatsch/Getty Images

Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen.

Hin 21 árs gamla Karólína Lea hefur verið hjá Bayern München frá árinu 2021 og leikið 34 leiki fyrir félagið. Hún var ekki í stóru hlutverki hjá liðinu á liðinni leiktíð og sækir því líklega spiltima hjá Leverkusen á komandi tímabili.

Karólína varð þýskur meistari með Bayern München á síðasta tímabili, en Bayer Leverkusen hafnaði í fimmta sæti deildarinnar. Á ferlinum hefur hún leikið með FH og Breiðablik áður en hún gekk í raðir Bayern München.

Þessi 21 árs gamli sóknarmaður hefur leikið 27 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×