Erlent

Dönsk á­fengis­net­verslun lagði Sy­stem­bola­get og má selja Svíum á­fengi

Atli Ísleifsson skrifar
Systembolaget höfðaði málið gegn Winefinder árið 2019.
Systembolaget höfðaði málið gegn Winefinder árið 2019. Getty

Dönsku áfengisnetversluninni Winefinder er heimilt að markaðssetja vörur sínar og selja fólki í Svíþjóð.

Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í Svíþjóð sem staðfesti í morgun niðurstöðu sérstaks áfrýjunardómstóls í einkaleyfis- og markaðsmálum í máli sem sænska ríkisverslunin með áfengi, Systembolaget, hafði höfðað gegn Winefinder.

Niðurstaða dómstólsins felur í sér að Winefinder getur framvegis selt og sent vín til viðskiptavina í Svíþjóð. Sænskir fjölmiðlar segja niðurstöðuna þá fyrstu sinnar tegundar og geti ógnað stöðu sænsku ríkiseinokunarinnar á verslun með áfengi.

Í dómi Hæstaréttar Svíþjóðar er vísað í ákvæði Evrópulaga um frjálst flæði vara milli aðildarríkja og að það eigi þá einnig við um verslun með áfengi.

Dómstóllinn dæmdi einnig Systembolaget til að greiða lögfræðikostnað dönsku netverslunarinnar.

Systembolaget höfðaði málið gegn Winefinder árið 2019 þar sem danska netverslunin var sökuð um að brjóta gegn sænskum áfengislögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×