Fótbolti

Hetja Úkraínu eyddi nóttum með ó­frískri eigin­konu í neðan­jarðar­byrgi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Georgiy Sudakov með Oleksii Chystiakov eftir að strákurinn var valinn besti maður leiksins í sigrinum á Frökkum í átta liða úrslitum EM.
Georgiy Sudakov með Oleksii Chystiakov eftir að strákurinn var valinn besti maður leiksins í sigrinum á Frökkum í átta liða úrslitum EM. Getty/Sam Barnes

Georgiy Sudakov var hetja úkraínska 21 árs landsliðsins sem vann óvæntan sigur á Frökkum í átta liða úrslitum í Evrópukeppni 21 árs landsliða.

Sudakov skoraði tvö mörk í leiknum þar sem Úkraína vann 3-1 sigur á Frakklandi en Úkraínumenn mæta Spánverjum í undanúrslitum keppninnar.

Sudakov jafnaði metin í 1-1 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og kom svo Úkraínu yfir í 2-1 rétt fyrir hálfleik. Þriðja markið kom síðan undir lok leiksins.

Sudakov spilar með liði Shakhtar Donetsk og var með fimm mörk og átta stoðsendingar á síðasta tímabili.

Þegar Úkraínustríðið braust út þá þurfti hann að eyða nóttum með þá ófrískri eiginkonu sinni. Þau giftu sig síðan í febrúar.

Ef einhver áttu það skilið að upplifa svona gleðistund þá voru það Sudakov og kona hans. Hann er nú markahæsti leikmaður keppninnar með þrjú mörk í fjórum leikjum.

Sudakov er fæddur í september 2022 og verður því 21 árs gamall í haust.

Landi hans, Mykhailo Mudryk hjá Chelsea, hefur mælt með því við yfirmenn sína á Brúnni að kaupa Sudakov frá úkraínska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×