Innlent

Minnist föður síns sem lést af slys­­förum í Vest­manna­eyjum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
„Þetta var harmleikur og engum að kenna,“ segir í færslu Guðjóns.
„Þetta var harmleikur og engum að kenna,“ segir í færslu Guðjóns. Guðjón Ólafsson

Maðurinn sem lést í gær eftir að hafa fallið úr Ystakletti í Vestmannaeyjum hét Ólafur Friðrik Guðjónsson. Sonur hans, Guðjón Ólafsson, minnist hans í hjartnæmri færslu á Facebook í dag.

Slysið átti sér stað í gær þegar Ólafur var ásamt fleirum við smölun í klettinum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Vísi í gær að tildrög slyssins væru til rannsóknar.

Guðjón fer fögrum orðum um föður sinn í samtali við Vísi. „Hann var góður maður, fjölskyldumaður. Mikill Vestmannaeyingur sem vildi hvergi annars staðar búa.“ Hann segir Ólaf hafa verið vel liðinn og þægilegan í nærveru. 

Ólafur lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn. 

Guðjón minntist föður síns í Facebook færslu í dag. Þar segir hann frá aðdraganda slyssins og síðustu orðum föður síns við hann. „Þetta var harmleikur og engum að kenna,“ segir Guðjón í færslunni. 

„Pabbi elskaði sjóinn og úteyjalífið og hann fékk að kveðja þar. En það er sárt að kveðja svo skyndilega. Blessuð sé minning pabba.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×