Fótbolti

„Þetta er í lagi, ég hef sofið hjá 10.000 konum“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Benjamin Mendy segist hafa sofið hjá 10.000 konum.
Benjamin Mendy segist hafa sofið hjá 10.000 konum. Vísir/Getty

Knattspyrnumaðurnn Benjamin Mendy fullvissaði 24 ára gamla konu sem hann nauðgaði um að það væri í lagi því hann hafði „sofið hjá 10.000 konum“ á lífsleiðinni.

Mendy er sakaður um að hafa brotið á umræddri konu á heimili sínu í Mottram St. Andrew í Cheshire á Englandi í október árið 2020.

Þá er hann einnig sakaður um að hafa reynt að nauðga 29 ára gamalli konu tveimur árum áður á umræddu heimili sínu.

Mendy komst fyrst í fréttirnar fyrir meint brot sín í ágúst árið 2021 þegar hann var ákærður fyrir fjórar nauðganir og kynferðisbrot. Þegar allt er talið saman var hann ákærður fyrir átta nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.

Mendy var fundinn saklaus í flestum málunum, en eins og áður segir er hann enn sakaður um nauðgun og tilraun til nauðgunar.

Í umfjöllun BBC um málið segir að Mendy hafi fullvissað konuna sem hann er sakaður um að hafa nauðgað að þetta væri í lagi þar sem hann hafi sofið hjá 10.000 konum á lífsleiðinni.

„Hr. Mendy sagðist bara vilja sjá hvernig hún lítur út og bað hana um að fara úr fötunum,“ sagði saksóknari í málinu.

„Á þessum tímapunkti steig Hr. Mendy til baka og sagði henni að hún væri of feimin. Hann bætti svo við: „Þetta er í lagi, ég hef sofið hjá 10.000 konum.““




Fleiri fréttir

Sjá meira


×