Íslenski boltinn

Sjáðu Blika komast í sjöunda himin

Sindri Sverrisson skrifar
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson heldur um Ágúst Eðvald Hlynsson sem skoraði langþráð mörk fyrir Breiðablik í gær.
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson heldur um Ágúst Eðvald Hlynsson sem skoraði langþráð mörk fyrir Breiðablik í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Breiðablik raðaði inn mörkum þegar liðið hóf Evrópuævintýri sitt þetta sumarið á Kópavogsvelli í gær með því að vinna Tre Penne frá San Marínó, 7-1.

Blikar komust þannig í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar Evrópu en þar mæta þeir kunnum andstæðingi, Budućnost Podgorica, á föstudagskvöld, einnig á Kópavogsvelli.

Mörkin úr sigri Blika í gær má sjá hér að neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Tre Penne

Blikar náðu fljótt forystunni þegar Ágúst Eðvald Hlynsson lagði upp mark fyrir Höskuld Gunnlaugsson, og Ágúst skoraði svo sjálfur á 25. mínútu.

Gestirnir náðu reyndar að minnka muninn skömmu síðar en Klæmint Olsen kom Blikum í 3-1 fyrir hálfleik, eftir stangarskot Olivers Sigurjónssonar.

Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson komust svo á blað í seinni hálfleik, áður en Höskuldur og Ágúst bættu við sínu markinu hvor.

Mæta fornum fjendum sem einnig unnu af öryggi

Blikar mæta Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi á föstudaginn, en mikill hiti var í kringum rimmu liðanna í fyrra þegar Blikar slógu Buducnost út.

Buducnost vann Atletic Club Escaldes frá Andorra, 3-0, á Kópavogsvelli í gær og í fréttinni hér að neðan má sjá mörkin úr þeim leik.

Allir leikirnir í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru sýndir á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×