Erlent

Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Enn er búist við því að látnum muni fjölga.
Enn er búist við því að látnum muni fjölga. AP

Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum.

Björgunaraðgerðir standa enn yfir eftir að eldflaugar lentu á fyrirtæki og veitingastað og er fólk á vettvangi sagt hafa fengið áfallahjálp.  Flaugarnar eru sagðar hafa eyðilagt pizzastað og valdið skemmdum á átján háhýsum, 65 heimilum, fimm skólum, tveimur leikskólum, verslanamiðstöð og hóteli.

Meðal látnu eru 17 ára stúlka og 14 ára systur.

Yfirvöld í Úkraínu hafa greint frá því í dag að hafa grandað sex „Shahed“-drónum. Tveir voru skotnir niður yfir Cherkasy. Þá særðist 70 ára kona í árás í Kupiansk.

Herman Smetanin hefur verið skipaður nýr framkvæmdastjóri vopnaframleiðandans Ukroboronprom, sem er í eigu ríkisins. Hann er sagður eiga að leita leiða til að auka framleiðslu vopna og skotfæra, koma í veg fyrir spillingu innan fyrirtækisins og „umbreyta“ Ukroboronprom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×