Innlent

Flug­vél Air France beint til Kefla­víkur

Árni Sæberg skrifar
Flugvélin er vegum Air France.
Flugvélin er vegum Air France. Getty

Flugvél Air France breytti stefnu sinni á leið milli LAX í Los Angeles og Charles de Gaulle í París og er nú á leið til Keflavíkurflugvallar.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia veiktist einn af um 400 farþegum þotunnar, sem er af gerðinni Boeing 777. 

Flugstjórinn hafi ákveðið að lenda í Keflavík vegna stöðu flugvélarinnnar yfir miðju Atlantshafinu. Farþeganum verði komið undir læknishendur hér á landi áður en ferðinni verður haldið áfram til Frakklands.

Hér að neðan má sjá stöðu flugvélarinnar á Flightradar:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×