Sport

Vill skipuleggja sérstakt íþróttamót fyrir „svindlarana“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ben Johnson kemur í mark í úrslitum 100 metra hlaups á Ólympíuleikunum í Seoul  árið1988 á nýju heimsmeti. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi og var dæmdur úr leik. Margir úr þessu sögulega hlaupi hafa fallið á lyfjaprófi.
Ben Johnson kemur í mark í úrslitum 100 metra hlaups á Ólympíuleikunum í Seoul  árið1988 á nýju heimsmeti. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi og var dæmdur úr leik. Margir úr þessu sögulega hlaupi hafa fallið á lyfjaprófi. Getty/Mike Powell

Viðskiptamaðurinn Aron D'Souza sækist eftir því að fá að skipuleggja mjög sérstakt íþróttamót og vill halda það strax á næsta ári.

Mótið væri svipað og Ólympíuleikarnir en með einni lykilbreytingu. Á þessu móti D'Souza væri ekki lyfjaprófað.

Baráttan við svindlarana hefur sett mikinn svip á íþróttalíf heimsins undanfarna áratugi og margoft hefur afreksfólk fallið á lyfjaprófi.

Lyfjaprófin eru alltaf að verða betri og næmari fyrir mögulegri ólöglegri lyfjanotkun. Nú vill D'Souza búa til vettvang fyrir það fólk sem vill bæta sinn árangur með ólöglegum lyfjum.

D'Souza vill halda þessa lyfjaleika í desember 2024.

„Íþróttamenn eru fullorðið fólk sem hafa rétt til þess að gera það sem þau vilja með líkama sína,“ sagði Aron D'Souza við The Guardian. Margir hafa hneyklast á þessari hugmynd hans.

„Alþjóðaólympíunefndin hefur verið ríkt yfir íþróttaheiminum í hundrað ár en núna er komið mótvægi við hana. Við erum tilbúin í þann slag. Ég veit að þeir munu reyna allt og að þau munu hóta okkur,“ sagði D'Souza.

Meðal íþrótta sem yrði keppt í eru frjálsar íþróttir, sund, kraftlyftingar, fimleikar og sameinaðar íþróttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×