Erlent

Vaktin: Prigozhin segir menn sína komna inn í Rostov

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Prigozhin hefur passað sig á því að gagnrýna ekki Vladimir Pútín beint en virðist nú hafa farið yfir strikið.
Prigozhin hefur passað sig á því að gagnrýna ekki Vladimir Pútín beint en virðist nú hafa farið yfir strikið. AP

Samkvæmt nýjustu fregnum hefur Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi málaliðahópsins Wagner, sent frá sér enn ein skilaboðin þar sem hann segir Wagner-liða komna inn í borgina Rostov í suðurhluta Rússlands.

Hann segir landamæraverði hafa tekið fagnandi á móti mönnum sínum og að þeir ætli alla leið. Öllum sem standa í vegi þeirra verði tortímt.

Prigozhin heldur því einnig fram að Valery Gerasimov, æðsti hershöfðingi Rússlands, hafi fyrirskipað loftárásir á sveitir Wagner á leiðinni til Rússlands en að flugmenn herþotanna sem áttu að sjá um verkið hafi neitað að framfylgja hinni „glæpsamlegu skipun“.

Vísir fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×