Innlent

Táraðist og gekk út þegar Svan­dís sýndi mynd­band af hval­veiðum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Inga Sæland sagði að vara hefði átt við myndbandinu.
Inga Sæland sagði að vara hefði átt við myndbandinu. vísir/vilhelm

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 

Í myndbandinu var sýnt brot úr úr tveggja klukkustunda löngu dauðastríði langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. 

Með þessu setti matvælaráðherra tóninn fyrir fund þar sem hún svaraði spurningum þingmanna í nefndinni, sem eru margir mjög ósáttir við ákvörðun ráðherra um að fresta upphafi veiðitímabils hvalveiða til 31. ágúst.

Þegar Inga tók til máls sagði hún að vara ætti fólk við myndbandinu. Hún eigi erfitt með að fylgjast með slíku dýraníði.

„Ég vil nota tækifærið til að minna ráðherra á að hún er talsmaður dýra,“ sagði Inga og beindi sjónum í framhaldinu að blóðmerahaldi og spurði hvort Svandís muni vernda velferð allra dýra, eða bara sumra.

„Ég hef frjálst orð hér, herra formaður,“ sagði hún þegar Stefán Vagn minnti fundargesti á að halda sig við efnið.

„Velferð allra dýra er á mínu borði,“ svaraði Svandís.


Tengdar fréttir

Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi

Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×