Erlent

Tíu látnir hið minnsta eftir bíl­slys í Kanada

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, vottaði samúð sína til aðstandenda þeirra sem létust.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, vottaði samúð sína til aðstandenda þeirra sem létust. AP

Minnst tíu eru látnir eftir að vöruflutningabíll og ferðaþjónustubíll aldraðra skullu saman um 160 kílómetra vestur af Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada í kvöld.

Vitni segir í samtali við CBC hafa séð annan bílinn í ljósum logum ofan í skurði rétt eftir að slysið átti sér stað. Slysinu er lýst sem „mjög alvarlegu“.

Lögreglan í Manitoba segir á Twitter hafa sent alla tiltæka viðbragðsaðila á staðinn, auk fulltrúa úr sakamáladeildinni. Tvær sjúkraflugvélar og tvær sjúkraþyrlur. 

Farþegar rútunnar voru eldri borgarar sem voru á leiðinni í spilavíti í bænum Carberry í suðvestanverðri Manitoba. Flestir þeirra voru frá bænum Dauphin í vestanverðu fylkinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×