Innlent

Segir það ó­sk­hyggju að hún hafi þurft ein­hvern í lið með sér

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Bára svaraði Sigmundi á Twitter í dag.
Bára svaraði Sigmundi á Twitter í dag. Vilhelm/Arnar J

Bára Halldórsdóttir, aðgerðarsinni, segir það óskhyggju af Sigmundi Davíð að halda því fram að hún hafi þurft einhvern í lið með sér til skipulagningar á klaustursupptökunum. Hún segir það fyndið hvernig Sigmundur leiði umræðuna sífellt að eftirmálum málsins en ekki málinu sjálfu. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins og aðildarmaður í Klaustursmálinu, segist vita hver skipulagði það sem hann kallar „hlerunarmálið“ í nýlegum þætti Eggerts Skúlasonar á mbl.is. Þá segist hann ekki vilja svara því hvort viðkomandi sitji á Alþingi.

Bára svaraði ummælum Sigmundar á Twitter í dag. Þar segir hún kvenfyrirlitningu, fordóma og þátttakendur í málinu einu „skipuleggjendur“ Klaustursmálsins. Hún segir efni samtalsins sem fram fór á téðu kvöldi alltaf eiga að vera aðalfréttin, ekki einhverjar samsæriskenningar.

Aðspurð um hvort hún hafi hugmynd um hvern Sigmundur gæti haft í huga neitar Bára. Hún segist furða sig á því hversu margir hafi þegar legið undir grun frá því þegar málið átti sér stað. Þar nefnir hún meðal annars Steingrím J. Sigfússon.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×