Innlent

Stútur reyndi að flýja og bakkaði á lögreglubíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi og nótt tilkynningar um ýmis brot.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi og nótt tilkynningar um ýmis brot. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar stöðvuðu í gær ökumann sem var grunaður um ölvun við akstur. Sá reyndi að komast undan og bakkaði á lögreglubílinn. Hann var þó handtekinn og færður í fangageymslu.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi og nótt tilkynningar um ýmis brot. Einn maður var handtekinn þar sem hann var með þýfi á sér eftir að hafa brotist inn í bíla. Annar var handtekinn fyrir sölu fíkniefna.

Þá fóru lögregluþjónar nokkrum sinnum í heimahús vegna hávaða og minnst tvisvar vegna grunsamlegra mannaferð. Í báðum tilfellum var þó ekkert að sjá þegar lögregluþjóna bar að garði. Það sama var upp á teningnum þegar tilkynning barst á lögreglustöð 2, sem er með Hafnarfjörð og Garðabæ, um slagsmál. Þegar lögregluþjóna bar að garði voru allir farnir af vettvangi.

Leigubílstjóri bað svo lögregluna um aðstoð í nótt vegna mann sem svaf ölvunarsvefni í bíl hans. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort tekist hafi að vekja manninn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×