Innlent

Lokuðu veitingastað án rekstrarleyfis

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í gær.
Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í gær. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar lokuðu veitingastað á miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Grunur lék á að staðurinn væri án rekstrarleyfis og þegar starfsmenn gátu ekki framvísað slíku var þeim gert að loka staðnum tafarlaus.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir einnig að tilkynning hafi borist um ungmenni undir lögaldri að versla áfengi inn á skemmtistað. Tilkynning barst einnig um ungmenni í annarlegu ástandi í Grafarvogi.

Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglunni hafi borist tilkynning um mann sem var að kanna hvort hurðar á hóteli í miðbænum væru opnar. Hann var fluttur á lögreglustöð, þar sem í ljós kom að hann var eftirlýstur. Fyrir hvað hann var eftirlýstur kemur ekki fram.

Þá var kallað eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem var að reykja kannabis í strætisvagni.

Þar að auki höfðu lögregluþjónar afskipti af nokkrum ökumönnum sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×