Innlent

Vara við saur í Laugarvatni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Torfklætt Fontana Spa stendur við fagurblátt Laugarvatnið á góðviðrisdegi.
Torfklætt Fontana Spa stendur við fagurblátt Laugarvatnið á góðviðrisdegi. Vísir/Vilhelm

Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu.

Laugarvatn er vinsæll baðstaður og er meðal annars hægt að ganga út í vatnið í Fontana. Þá hafa börn gaman af að leika sér á vatninu og aðrir sem stunda vatnaíþróttir.

Ferðamenn á bakka Laugarvatns að vetri til.Vísir/Vilhelm

Í tilkynningunni segir að ráðgert sé að taka sýni að nýju í næstu viku. Tilkynnt verði um niðurstöður þeirrar sýnatöku þegar hún liggur fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×