Lífið

„Ef Diljá kemst ekki áfram er Eurovision dauðadæmt“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Helio Roque sveipaður íslenskum fána í blaðamannahöllinni í Liverpool.
Helio Roque sveipaður íslenskum fána í blaðamannahöllinni í Liverpool. Vísir/helena

Einn stærsti aðdáandi Diljár, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, heldur til í blaðamannahöllinni í Liverpool um þessar mundir. Hann heitir Helio Roque og er spænskur Eurovision-blaðamaður.

„Power er eitt af uppáhaldslögum mínum í ár vegna textans, þýðingar hans og ekki síst vegna þess hvernig ég get sótt í það þegar bjátar á. Í laginu er einnig ein sterkasta rödd keppninnar í ár. Að sjálfsögðu er ég mjög hrifinn af Power,“ segir Helio í samtali við Eurovísi í blaðamannahöllinni.

Hann fylgdist með Diljá í Söngvakeppninni heima á Íslandi og heillaðist af henni þar.

„Ég vona það innilega og ef hún gerir það ekki þá er Eurovision dauðadæmt,“ segir Helio kíminn. Og hann mun hvetja Ísland áfram í kvöld.

„Hér í blaðamannahöllinni verð ég sveipaður íslenska fánanum og styð Diljá og Power.“

Helio var viðmælandi fjórða þáttar Eurovísis sem birtist í dag. Viðtalið við hann hefst á mínútu 7:10 í spilaranum hér fyrir neðan.

Diljá verður sjöunda á svið í seinni undanúrslitum Eurovision í Liverpool í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og Eurovísir lýsir keppninni beint úr blaðamannahöllinni, eins og á þriðjudag.

Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli

Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp.

Var vöruð við Ís­lendingum eftir að hún vann

Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað.

Snúnings­pallurinn klikkaði á ögur­stundu í kvöld

Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar.

Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“

Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×