Innlent

Reyndi að ræna hrossi af bæ á Vest­fjörðum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dýravelferðarsinnar hafa áður sagt viðbrögð Matvælastofnunar vegna málsins ólíðandi.
Dýravelferðarsinnar hafa áður sagt viðbrögð Matvælastofnunar vegna málsins ólíðandi. Steinunn Árnadóttir

Lög­reglan á Vest­fjörðum var kölluð til í gær­kvöldi á bónda­bæ þar sem hross hafði verið fjar­lægt án heimildar eig­anda.

Þetta stað­festir Hlynur Snorra­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á Vest­fjörðum. Sam­kvæmt heimildum Vísis er um að ræða bónda­bæ í Arnar­firði þar sem eig­andi hefur verið til­kynntur til Mat­væla­stofnunar vegna að­búnaðar hrossa á bænum.

Að sögn Hlyns mætti við­komandi með hesta­kerru og hafði fjar­lægt eitt hrossanna. Hann var ekki kominn langt þegar lög­reglan mætti á svæðið og hafði af­skipti af honum. Var hrossinu skilað aftur til eig­anda.



Eig­andi hrossins vildi ekki tjá sig um málið við Vísi. Í gær sagði hann í sam­tali við frétta­stofu að Mat­væla­stofnun hefði haft sam­band við sig vegna hrossanna.

Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn þeirra sem sé með hóf­sperru, sem hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. Stofnunin hafi beint því til hans að af­lífa hestinn sem hann hyggst gera um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×