Fótbolti

Haaland eldri þurfti öryggis­fylgd eftir orða­skipti við Madrídinga | Mynd­skeið

Aron Guðmundsson skrifar
Alfie Haaland var góður með sig í VIP-boxinu á Santiago Bernabeu í gærkvöldi
Alfie Haaland var góður með sig í VIP-boxinu á Santiago Bernabeu í gærkvöldi Visir/Samsett mynd

Al­fi­e Haaland, faðir Er­ling Braut Haaland fram­herja Manchester City, er sagður hafa sýnt af sér ögrandi hegðun á leik Real Madrid og Manchester City sem fór fram í Madríd á Spáni í gær­kvöldi.

Öryggis­verðir þurfti að fylgja Al­fi­e og vinum hans úr VIP-boxinu sem þeir sátu í og fylgdust leik Real Madrid og Manchester City í fyrri viður­eign liðanna í undan­úr­slitum Meistara­deildar Evrópu á Santiago Berna­beu í gær­kvöldi.

Sjálfur gerir Al­fi­e, sem sakaður er um að hafa hent mat í stuðnings­menn Real Madrid úr boxinu og að hafa sýnt af sér annars konar ögrandi hegðun, lítið úr at­vikinu í færslu á Twitter.

„Stuðnings­menn Real Madrid voru ekki á­nægðir af því að við fögnuðum jöfnunar­marki Kevin de Bru­yne. Ofan á það þurfti að fylgja okkur af vellinum vegna þess að stuðnings­menn Real Madrid voru ekki á­nægðir með 1-1 jafn­tefli.“

Spænska staðar­blaðið Mar­ca greinir frá því í frétt á vef sínum að á meðan á leiknum stóð hafi Al­fi­e og vinir hans sýnt af sér ögrandi hegðun.

Á endanum hafi hópur öryggis­varða þurft að fylgja þeim úr VIP-boxinu sem þeir sátu í, það hafi gerst á meðan á seinni hálf­leik leiksins stóð.

Norska ríkis­sjón­varpið hefur reynt að ná tali af Al­fi­e Haaland auk Øystein Stray Speta­len sem var með honum í boxinu en án árangurs.

Þá hefur Real Madrid ekki tjáð sig um at­burða­rásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×