Innlent

Kölluð út eftir að ekki náðist sam­band við strand­veiði­bát á Faxa­flóa

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarlið um borð í þyrlunni fann bátinn á Faxaflóa um sautján mínútur eftir að hafa tekið á loft í Reykjavík.
Björgunarlið um borð í þyrlunni fann bátinn á Faxaflóa um sautján mínútur eftir að hafa tekið á loft í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Sjóbjörgunarsveit og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út klukkan 12:45 eftir að strandveiðibátur í Faxaflóa datt úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu Landhelgisgæslunnar og ekki náist samband við bátinn í gegnum síma.

Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, tókst björgunarliði um borð í þyrlunni að hafa uppi á bátnum eftir um sautján mínútna flug og amaði ekkert að manninum sem var einn um borð.

Ásgeir segir að verklagið hjá Gæslunni sé þannig að þyrlan sé ræst út í tilvikum sem þessum þar sem bátar detta út af kerfum Landhelgisgæslunnar og ekki næst samband við bátinn í gegnum síma. Sömuleiðis ef eftirgrennslan þeirra báta sem eru í grenndinni ber ekki árangur.

Landhelgisgæslan minnir skip og báta á að hlusta á neyðarrás 16 á VHF sem er mikilvægur þáttur í öryggismálum sjómanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×