Fótbolti

Rooney: Man. City mun ekki bara vinna Real Madrid, þeir munu rústa þeim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Braut Haaland er illviðráðanlegur og líka fyrir Real Madrid að mati Wayne Rooney.
Erling Braut Haaland er illviðráðanlegur og líka fyrir Real Madrid að mati Wayne Rooney. AP/Martin Rickett

Wayne Rooney telur að Evrópumeistarar Real Madrid verði ekki mikil fyrirstaða fyrir Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikur liðanna fer fram á morgun.

Rooney skrifaði pistil fyrir The Times þar sem hann veltir fyrir sér útkomu leiksins.

Real Madrid vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og hefur þegar slegið út tvö ensk lið í útsláttarkeppninni í ár. Liverpool í sextán liða úrslitum (6-2 samanlagt) og Chelsea í átta liða úrslitunum (4-0) og er þar með tíu mörk skoruð gegn aðeins tveimur fengnum á sig.

Rooney er sannfærður um að varnarmenn Real Madrid muni ekki ráða við Erling Haaland og að Norðmaðurinn nái hefndum gegn spænska stórliðinu.

Fyrsta setningin í pistli Rooney hefur vakið talsverða athygli.

„Manchester City mun ekki bara vinna Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, því þeir munu rústa þeim,“ skrifaði Wayne Rooney.

„Auðvitað gæti ég haft rangt fyrir mér. Það er ekkert lið betra að stinga upp í þig en Madridarlið Carlo Ancelotti í Meistaradeildinni. Ég held bara að City-menn séu svo góðir að þeir séu á öðru stigi en Spánverjarnir,“ skrifaði Rooney.

Manchester City er á góðri leið með að vinna þrennuna á tímabilinu. Liðið er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni og í úrslitaleik enska bikarsins á móti Manchester United. Manchester United vann þrennuna 1998-99 og ekkert lið hefur náð að leika það eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×