Fótbolti

Gló­dís spilaði allan leikinn í sigri Bayern

Aron Guðmundsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern Instagram/@fcbfrauen

Ís­lenska lands­liðs­konan í knatt­spyrnu, Gló­dís Perla Viggós­dóttir lék allan leikinn fyrir Bayern Munchen sem vann í dag 2-1 úti­sigur á SGS Es­sen í þýsku úr­vals­deildinni.

Fyrir leik dagsins sat Bayern í efsta sæti þýsku deildarinnar. Gló­dís Perla var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá liðinu en Karó­lína Lea Vil­hjálms­dóttir sat á vara­manna­bekknum og kom ekkert við sögu í dag.

Bayern komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálf­leik eftir að Lea Schuller og Lina Magull komu boltanum tví­vegis í netið á fimm mínútna kafla.

Natasha Kowalski náði að klóra í bakkann fyrir heima­konur í SGS Es­sen en nær komst liðið ekki.

Sigurinn gerir það að verkum að Bayern situr á toppi þýsk úr­vals­deildarinnar með 52 stig, fjórum stigum meira en Wolfs­burg sem á leik til góða og getur minnkað bilið niður í eitt stig með sigri gegn Köln á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×