Fótbolti

Bayern aftur á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Serge Gnabry fagnar marki sínu.
Serge Gnabry fagnar marki sínu. Sven Hoppe/Getty Images

Bayern München vann 2-0 sigur á Herthu Berlín og lyfti sér þar með aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar.

Bayern hefur verið i tómu tjóni undanfarið en eftir markalausan fyrri hálfleik stigu Bæjarar upp og skoruðu tvívegis á tíu mínútna kafla. Serge Gnabry kom liðinu yfir og Kingsley Coman tvöfaldaði forystuna. Joshua Kimmich lagði upp bæði mörkin.

Bayern fór með sigrinum upp á topp töflunnar með 62 stig, einu stigi meira en Borussia Dortmund í 2. sætinu þegar fjórar umferðir eru til loka tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×