Innlent

At­hugull borgari kom upp um felu­stað ó­hlýðins öku­manns

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fólk var að vonum forvitið þegar það varð vitni að endalokum eftirfararinnar.
Fólk var að vonum forvitið þegar það varð vitni að endalokum eftirfararinnar. Aðsent

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kölluð út vegna líkamsárása í gær og einu sinni vegna hótana. Í tilkynningu lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir ekkert meira um líkamsárásirnar en einn var handtekinn í tengslum við hótanirnar.

Í tilkynningunni er tveggja atvika getið sem Vísir greindi frá í gær; handtöku stuðningsmanns Þórs á Hlíðarenda og eftirför lögreglu með óhlýðnum ökumanni, sem endaði á göngustíg á Völlunum.

Um síðarnefnda segir að lögregla hafi orðið vör við stolna bifreið þar sem henni var ekið um í Hafnarfirði. Ökumaðurinn hlýddi ekki fyrirmælum um að stöðva bifreiðina og jók hraðann. Þá hófst eftirförin, sem endaði þegar ökumaðurinn ók fram af bifreiðastæði og fór niður um einn til tvo metra.

„Ökumaður og farþegi hlupu þá í burtu en fundust báðir og voru handteknir í kjölfarið. Lögregla naut þar tilkynningar athuguls borgara sem benti á felustað annars mannsins. Þeir voru vistaðir í fangageymslu, en ökumaðurinn er að auki grunaður um ýmis umferðarlagabrot m.a. akstur undir áhrifum vímuefna og akstur án ökuréttinda,“ segir í tilkynningu lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×