Innlent

Eftir­för lög­reglu endaði á göngu­stíg á Völlunum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Að sögn sjónarvotta var mildi að ekki fór verr þegar ökumaður Hyundai-bifreiðar þeystist gegnum Vellina í Hafnarfirði og endaði á göngustíg.
Að sögn sjónarvotta var mildi að ekki fór verr þegar ökumaður Hyundai-bifreiðar þeystist gegnum Vellina í Hafnarfirði og endaði á göngustíg. Aðsent

Lögreglan veitti ökumanni eftirför á Völlunum í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Að sögn sjónarvotta spændi ökumaður gegnum göngustíga og keyrði loks fram af bílaplani niður á göngustíg. Í kjölfarið flúðu ökumaður og farþegi á fæti áður en lögregluþjónar handsömuðu þá.

Tveir lögregluþjónar á mótorhjólum veittu ökumanninum, sem var á Hyundai-fólksbíl, eftirför um hverfið. 

Eftir langa eftirför keyrði bíllinn fram af kanti bílastæðis niður á göngustíg þar sem hann sat fastur milli grasbrekku og grjóthnullunga. Vél bílsins hafði greinilega einnig ofhitnað þar sem það lagði mikinn reyk upp af bílnum. Ökumaður gerði tilraun til að flýja en var að lokum handtekinn 

Að sögn sjónarvotta ók ökumaður á gríðarlegum hraða og mildi enginn hafi slasast við eftirförina, sérstaklega af því að göngustígurinn er upp við leikvöll þar sem börn höfðu verið að leik skömmu áður.

Ekki náðist í lögreglu við skrif fréttarinnar.

Fólk safnaðist í kringum bílinn eftir að hann nam loksins staðar.Aðsent



Fleiri fréttir

Sjá meira


×