Erlent

Frans páfi veitir konum kosningarétt

Apríl Auður Helgudóttir skrifar
10,5% af kjósendum á kirkjuþinginu verða konur.
10,5% af kjósendum á kirkjuþinginu verða konur. Getty

Frans páfi hefur ákveðið að veita konum kosningarétt á komandi biskupafundi. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem konur mega leggja fram atkvæði á Kirkjuþingi Biskupa. Á Kirkjuþinginu funda biskupar alls staðar að úr heiminum og stendur viðburðurinn yfir í nokkrar vikur í senn.

Á Kirkjuþinginu funda biskupar alls staðar að úr heiminum og stendur viðburðurinn yfir í nokkrar vikur í senn.

Á miðvikudaginn birti Vatíkanið tilkynningu um ákvörðun Frans páfa. Nýjar reglur taki gildi á næsta Kirkjuþingi sem haldið verður í október á þessu ári, Guardian greinir frá.

Breytingarnar fela í sér fleiri þátttakendur og fjölbreyttari hóp en áður. Þá verða 79% af þátttakendum biskupar en 21% verða hinir ýmsu meðlimir kirkjunnar og helmingur þar af konur eða 10,5% Einnig er stefnt að því að hafa ungt fólk á meðal þátttakenda.

Frans páfi hefur ekki afnumið þá reglu að konur megi ekki vera prestar og engar konur gegna leiðtoga hlutverki innan Vatíkansins. Hann hefur þó skipað nokkrar konur í háttsettar stöður en engar konur stýra neinum af helstu skrifstofum eða deildum Vatíkansins

Jean-Claude Hollerich kardínáli og aðalskipuleggjandi kirkjuþingsins segir þetta mikilvæga breytingu en ekki sé um byltingu að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×