Erlent

Ferða­maðurinn er látinn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Bandarískur ferðamaður á þrítugsaldri, sem grófst undir í snjóflóði í Troms í Noregi í dag, er látinn. Tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum og hafði hans verið leitað síðan.

Maðurinn var í fjallgöngu með tveimur félögum sínum en kærasta hins látna beið í bílnum á meðan. Hópurinn hafði verið í fríi í Noregi í rúma viku og ætlaði aftur heim til Bandaríkjanna á næstu dögum, að því er fram kemur hjá VG.

Snjóflóðið er talið hafa fallið klukkan 14:15. Slæmt skyggni var á svæðinu og enduðu félagar hins látna á því að keyra niður í byggð í leit að aðstoð. Lögreglu barst ekki tilkynning fyrr en klukkan 16:17 og hófst þá mikil leit.

Hinn látni fannst að lokum rétt fyrir klukkan tíu í kvöld að staðartíma. Hann var með þartilgert staðsetningartæki meðferðis og tókst lögreglu að finna hann af þeim sökum. Lögreglan í Troms greinir frá andlátinu á Twitter og segir að búið sé að láta nánustu aðstandendur vita.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×