Innlent

Kviknaði í ofelduðu brauði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Slökkviliðið biðlar til íbúa um að fara vel yfir grillin áður en grillað er í fyrsta sinn í vor. 
Slökkviliðið biðlar til íbúa um að fara vel yfir grillin áður en grillað er í fyrsta sinn í vor.  Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi dælubíla á vettvang í tvígang í gær þegar kviknaði í vegna matseldar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu sem biður íbúa að fara yfirfara grillið fyrir sumarið.

Þar kemur fram að farið hafi verið í 85 verkefni síðastliðinn sólarhring, þar af 32 forgangsverkefni. Dælubílar fóru í fjögur verkefni sem teljast minniháttar að sögn slökkviliðs.

Í einu tilfellanna var dælubíll sendur á vettvang þar sem kviknað hafði í ofelduðu brauði. Í hinu tilfellinu var verið að grilla í fyrsta skiptið þetta vorið og kviknaði í grillinu út frá gamalli fitu frá því í fyrra.

Slökkvilið segir að ef verið sé að yfirfara grillið fyrir sumarið þá þurfi að skoða allt grillið.

„Ekki bara opna það, gott er að þrífa það allt hátt og lágt fjarlægja fitu og svo þarf að skipta um slöngu á gasgrilli reglulega því þær eiga það til að verða ónýtar og leka, þess vegna þarf að skipta um þær svo ekki verði slys.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×