Innlent

Teitur aðstoðar Ásmund Einar

Máni Snær Þorláksson skrifar
Teitur Erlingsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra.
Teitur Erlingsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Stjórnarráðið

Teitur Erlingsson mun taka við Arnari Þór Sævarssyni sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Teitur mun starfa ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur sem er einnig aðstoðarmaður Ásmundar.

Teitur, sem er fæddur og uppalinn á bænum Brún í Reykjadal í Þingeyjarsveit er með B.A.-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hann starfaði tímabundið sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, nánar tiltekið frá síðastliðnum áramótum og fram í mars. 

Þá var hann var verkefnisstjóri á skrifstofu Framsóknarflokksins 2021–2022 og samskiptastjóri Háskólans á Bifröst 2019–2021. Einnig gegndi hann stöðu varaforseta Landssambands íslenskra stúdenta frá 2018 til 2019 og tók þátt í gæðastarfi á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla frá 2018 til 2020.

Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að Teitur muni hefja störf þann 15. maí næstkomandi



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×