Innlent

Bíll valt eftir harkalegan árekstur á Hringbraut

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tveir sjúkrabílar og dælubíll slökkviliðs voru kallaðir á vettvang.
Tveir sjúkrabílar og dælubíll slökkviliðs voru kallaðir á vettvang. aðsend

Nokkuð harkalegur árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu fyrr í kvöld. Báðir bílar urðu fyrir miklu tjóni en engin alvarleg meiðsl urðu á fólki. 

Bjarni Ingimars­son,­ varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, staðfestir að enginn hafi verið fluttur á slysadeild. Töluverðar skemmdir hafi hins vegar orðið á bílunum. 

Alls hafi sex manns verið í bílunum tveimur, tveir í einum og fjórir í hinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×