Viðskipti innlent

Margrét Anna skipuð sendiherra ELTA fyrir Ísland

Máni Snær Þorláksson skrifar
Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Justikal.
Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Justikal. Aðsend

Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Justikal, hefur verið skipuð sem sendiherra Evrópusamtakanna í lögfræðitækni (ELTA). Meginmarkmið samtakanna er að efla tækni í lögfræðigeiranum í Evrópu.

„Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir traustið sem ELTA sýnir mér með þessari skipan og er virkilega spennt fyrir framhaldinu,“ er haft eftir Margréti Önnu í tilkynningu.

Justikal er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað lausn fyrir stafrænt réttarkerfi. Lausnin gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt í samræmi við kröfur elDAS reglugerðarinnar.

Margrét segir skipunina einnig vera mikla viðurkenningu fyrir fyrirtækið og það starf sem þar hefur verið unnið að undanförnu:

„Sem stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal er ég heilluð af möguleikanum að efla tækni í lögfræðigeiranum og hlakka því mikið til að tengjast fagfólki frá Evrópu og öllum heimshornum á þessu sviði.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×