Körfubolti

Lög­­mál leiksins: „Sacra­mento er Sauð­ár­krókur Banda­ríkjanna“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stuðningsfólk Sacramento Kings skemmtir sér vel þessa dagana.
Stuðningsfólk Sacramento Kings skemmtir sér vel þessa dagana. Loren Elliott/Getty Images

Í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins er farið yfir víðan völl. Meðal annars er farið yfir mesta stemningsliðið í NBA-deildinni í körfubolta. Sérfræðingar þáttarins eru sammála.

Fyrst sneri umræðan að seríu New York Knicks og Cleveland Cavaliers: „Þetta verður geggjuð sería. Vona að hún fari í sjö leiki. Verður gaman þegar þetta fer í Garðinn, Madison Square Garden,“ segir Tómas Steindórsson.

„Þetta var skemmtilegasti leikurinn fannst mér, í allri umferðinni,“ bætti Sigurður Orri Kristjánsson um fyrsta leik Knicks og Cavs þar sem Julius Randle og félagar í Knicks höfðu betur.

Kjartan Atli Kjartansson spurði þá þar sem mikil stemning er meðal stuðningsfólks Knicks: „Hvort liðið eru Stólarnir í NBA? Eru það Kings eða Knicks?“

Klippa: Lögmál leiksins: Sauðárkrókur Bandaríkjanna; Sacramento

Svör þeirra Tómasar og Sigurðar Orra má heyra í spilaranum hér að ofan eða í þætti kvöldsins.

Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.35 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×