Innlent

Forseti Íslands ræddi um bómullarforeldra

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem var heiðursgestur á 70 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni. Hann var einn af nokkrum, sem fluttu ávarp í tilefni dagsins.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem var heiðursgestur á 70 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni. Hann var einn af nokkrum, sem fluttu ávarp í tilefni dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi um snjóruðningsforeldra, þyrluforeldra og Excel-foreldra, sem saman mynda bómullarforeldra, þegar hann ávarpaði nemendur og gesti á 70 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni í vikunni.

Haldið var upp á 70 ára afmæli Menntaskólans á Laugarvatni miðvikudaginn 12. apríl með hátíðardagskrá í íþróttahúsinu á staðnum og svo var opið hús fyrir gesti í skólanum, auk þess sem boðið var upp á afmælisveitingar. Guðni var heiðursgestur dagsins. Hann flutti ávarp þar sem hann koma víða við.

„Það er talað um snjóruðningsforeldra, sem keppast við að fjarlægja allt, sem geti orðið á vegi litlu krúttanna þeirra. Svo eru líka til þyrluforeldrar en þeir sveima yfir ungviðinu dag sem nótt til að tryggja að ekkert misjafnt komi upp. Svo eru til Excel-foreldrar, sem skipuleggja líf barna sinna í þaula. Og saman mynda þessir hópar svo félagsskap bómullarforeldrar, sem passa upp á krúttin sín,“ sagði Guðni.

Með þessum orðum átti forsetinn við að unga fólkið okkar væri mögulega of verndað.

Góð stemming var á 70 ára afmælinu og mætti fjöldi gesta til að fagna tímamótunum skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Nám á auðvitað að vera erfitt eða í það minnsta dálítið erfitt og þannig hygg ég að námið hafi einmitt verið hér í tímans rás. Eflt fólk til dáða, aukið það að visku og búið nemendur undir næstu kafla á lífsleiðinni. Því mennt er máttur og þá á ég við mennt og menningu í víðum skilningi. Þann ásetning að efla mann sjálfan, finna hvar hæfileikar manns liggja og fá tækifæri til að nýta þá.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×