Innlent

Færði slökkvi­liðinu þakkir og bangsa handa öðrum börnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stúlkan var augljóslega þakklát fyrir góða þjónustu slökkviliðsins.
Stúlkan var augljóslega þakklát fyrir góða þjónustu slökkviliðsins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst hjartnæm kveðja í gær frá stúlku sem flytja þurfti með sjúkrabíl fyrir nokkru. 

Í sjúkrabílnum fékk hún bangsa hjá sjúkraflutningamönnunum, sem virðist hafa verið henni svo dýrmætt að hún ákvað að gefa slökkviliðinu þrjá bangsa til að gefa öðrum börnum.

„Takk firir hjálpina. Kveðja frá Sögu,“ segir í bréfinu frá stúlkunni, sem hafði einnig teiknað fallega mynd af sjúkrabíl.

Slökkviliðið greinir frá þessu á Facebook en þar segir einnig að útöll síðasta sólahringinn hafi verið 104 hjá sjúkrabílunum og tvö hjá dælubílunum; annað vegna elds í rusli á víðavangi og hitt vegna elds í kirkjugarði, sem reyndist aðeins vera tendruð útikerti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×