Innlent

Reykur í Rima­skóla eftir að kveikt var í rusli

Atli Ísleifsson skrifar
Rimaskóli í Grafarvogi í Reykjavík.
Rimaskóli í Grafarvogi í Reykjavík. Reykjavíkurborg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um að brunakerfið hafði farið í gang í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík um klukkan fimm í morgun.

Í tilkynningu frá slökkviliði segir að þar hafi einstaklingar kveikt í rusli utandyra upp við glugga og hafi reykur þá komist inn í skólann.

Um þrjátíu mínútur tók fyrir slökkvilið að reykræsta skólann og endurræsa brunakerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×