Innlent

Missti með­vitund undir stýri og endaði utan vegar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Engin slys urðu á ökumanninum, eftir því sem slökkvilið greinir frá.
Engin slys urðu á ökumanninum, eftir því sem slökkvilið greinir frá. Vísir/Vilhelm

Ökumaður missti meðvitund undir stýri við Esjumela í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði utan vegar. 

Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Ökumaðurinn slasaðist ekki við atvikið, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði missti hann meðvitund vegna skyndilegra veikinda. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×