Lífið

Játar að hafa selt The Wire-stjörnu ban­vænan skammt eitur­lyfja

Bjarki Sigurðsson skrifar
Michael K. Williams lést árið 2021.
Michael K. Williams lést árið 2021. Getty/Rodrigo Varela

Eiturlyfjasalinn Irvin Gartagena hefur játað að hafa selt leikaranum Michael K. Williams skammt eiturlyfja sem dró hann til dauða. Hann verður dæmdur í fimm til fjörutíu ára fangelsi fyrir glæpinn.

Michael K. Williams lést í september árið 2021, 54 ára gamall, en hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Wire. Hafði hann þá glímt við fíkniefnavanda um einhvern tíma. 

Hann hafði keypt það sem hann hélt að væri heróín af Cartagena á götum New York-borgar skömmu áður. Williams vissi þó ekki að í heróíninu mátti einnig finna mun sterkara efni, fentanýl. 

Cartagena játaði að hafa selt honum eiturlyfin og þannig valdið dauða Williams. Fyrir glæpinn er hægt að dæma fólk að minnsta kosti í fimm ára fangelsi en í mesta lagi fjörutíu ára. Dómari hefur ekki ákveðið hversu lengi Cartagena mun þurfa að sitja inni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×