Innlent

Arnar Þór ráðinn framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga

Máni Snær Þorláksson skrifar
Arnar Þór Sævarsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Arnar Þór Sævarsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Robbi Dan

Arnar Þór Sævarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Arnar hefur starfað sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra frá árinu 2018. Þá er hann formaður stýrihóps stjórnvalda um byggingu þjóðarleikvanga.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Þar kemur fram að Arnar Þór muni hefja störf hjá sambandinu í næsta mánuði.

Áður en Arnar Þór hóf störf sem aðstoðarmaður starfaði hann sem bæjarstjóri Blönduósbæjar á árunum 2007-2018. Þar áður starfaði hann sem lögfræðingur hjá Símanum og sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu.

Hann er með Cand.Jur frá Háskóla Íslands, réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður og með próf í verðbréfaviðskiptum. 

Þar áður starfaði Arnar Þór sem bæjarstjóri Blönduósbæjar frá árunum 2007-2018, þar kom hann m.a. að byggingu sundlaugar, stofnun Textílseturs Íslands, stofnun Þekkingarsetursins á Blönduósi og undirbúningi og uppbyggingu gagnavers á Blönduósi. Hann starfaði sem lögfræðingur hjá Símanum á árunum 2002-2006 og sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu á árunum 1999-2001. Arnar Þór er með Cand.Jur frá Háskóla Íslands og réttindi til starfa sem héraðsdómslögmaður og með próf í verðbréfaviðskiptum. Arnar Þór er giftur Gerðu Betu Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Hann mun hefja störf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í maí.

„Við bjóðum Arnar Þór hjartanlega velkomin til starfa. Arnar Þór hefur starfað í stjórnsýslunni bæði sem bæjarstjóri og aðstoðarmaður ráðherra og hefur mikla reynslu og þekkingu sem mun nýtast vel í þeim verkefnum sem eru framundan hjá Sambandinu.“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×