Fótbolti

Bayern München missti af sæti í undanúrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lucas Hoeler reyndist hetja Freiburg í kvöld.
Lucas Hoeler reyndist hetja Freiburg í kvöld. Sebastian Widmann/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München eru úr leik í þýsku bikarkeppninni í fótbolta eftir óvænt 1-2 tap gegn Freiburg í kvöld.

Heimamenn í Bayern náðu þó forystunni snemma leiks þegar Dayot Upamecano kom boltanum í netið á 19. mínútu eftir hornspyrnu frá Joshua Kimmich.

Gestirnir jöfnuðu þó metin átta mínútum síðar með marki frá Nicolas Hofler og staðan var 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Það var svo ekki fyrr en að komið var fram yfir venjulegan leiktíma að það dró loks til tíðinda á ný þegar Jamal Musiala handlék knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Lucas Hoeler fór á punktinn fyrir gestina og tryggði Freiburg dramatískan sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma og um leið sæti í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×