Innlent

Þyrlan í öðru verk­efni og gat ekki náð í vél­sleða­manninn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vel gekk að ná manninum sem slasaðist niður. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir veitta aðstoð.
Vel gekk að ná manninum sem slasaðist niður. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir veitta aðstoð. Lögreglan á Norðurlandi eystra

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í notkun í öðru verkefni og komst því ekki að sækja vélsleðamann sem slasaðist við Gimbrarhnjúk í Göngustaðadal í Svarfaðardal í dag. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning klukkan 15:30 og komu sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn til aðstoðar. 

„Vel gekk að koma sjúkraflutningamönnum til hins slasaða og eftir að hann hafði verið verkjastilltur var hann fluttur niður á veg þar sem sjúkrabifreið beið hans og var hann síðan fluttur til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun. Ekki er talið að viðkomandi vélsleðamaður sé alvarlega slasaður,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þrívegis verið kölluð út í dag, sem telst óvenjumikið. Þyrlusveitin var kölluð út fyrr í dag vegna vélsleðaslyss á Jarlhettum, suður af Langjökli. Þá slasaðist einn alvarlega í fjórhjólaslysi við Hlöðuvallaveg undir Langjökli í morgun og var sá fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×