Innlent

Bein út­sending: Opinn nefndar­fundur um al­þjóð­lega vernd vegna að­stæðna í Venesúela

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Þórarinsson var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn árið 2021 en gekk í þingflokk Sjálfstæðisflokks skömmu eftir þingsetningu.
Birgir Þórarinsson var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn árið 2021 en gekk í þingflokk Sjálfstæðisflokks skömmu eftir þingsetningu. Vísir/Vilhelm

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund milli klukkan 9:10 og 10 í dag þar sem fundarefnið er alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Venesúela.

Hægt verður að fylgjast með útsendingu í spilaranum að neðan en gestir fundarins verða þau Þorsteinn Gunnarsson, formaður kærunefndar útlendingamála, og Jóna Aðalheiður Pálmadóttir yfirlögfræðingur.

Fundurinn er haldinn að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Greint var frá því í síðasta mánuði að Útlendingastofnun hafi ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda bundin af úrskurðum hennar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem biðu afgreiðslu í síðasta mánuði voru níu hundruð frá fólki frá Venesúela.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Hafa hægt á af­greiðslu um­sókna frá Venesúela vegna rann­sóknar­skyldu

Útlendingastofnun hefur ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda bundin af úrskurðum hennar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem bíða afgreiðslu eru níu hundruð frá fólki frá Venesúela.

Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögu­sögnum

Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×