Innlent

Viðbúnaður á Selfossi vegna „torkennilegs hlutar“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Svæðið var girt af á meðan aðgerðum lögreglu stóð.
Svæðið var girt af á meðan aðgerðum lögreglu stóð. vísir/magnús hlynur

Lögregla var með nokkurn viðbúnað við fjölbýlishús á Selfossi í kvöld vegna tilkynningar um torkennilegan hlut. Svæði í kringum húsið var girt af en engin hætta var á ferðum.

Fyrr í kvöld tjáði Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, fréttastofu að ekkert fréttnæmt hafi átt sér stað. Fréttastofu barst þó önnur ábending um klukkan 22 en þá var enn viðbúnaður við umrætt fjölbýlishús á Selfossi.

Rúv greinir nú frá því að viðbúnaðurinn hafi verið vegna torkennilegs hlutar við húsið sem hafi verið á stærð við kveikjara. Lögregla hafi talið öruggast að tryggja svæðið á meðan hluturinn var kannaður og fjarlægður. 

Aðgerðum lögreglu er nú lokið og verður hluturinn rannsakaður í framhaldinu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×